UPPSELT

Shotgun barnasæti

Shotgun - S

SHOTGUN BARNASÆTI

Shotgun var stofnað af litlum hópi foreldra á Nýja-Sjálandi sem hafa ástríðu fyrir hjólreiðum og útivist. Það var þeim þyrnir í augum að geta ekki tekið yngri börnin með í lengri fjallahjólaferðir. Þá hófst hugmynda- og hönnunarvinna og úr varð Shotgun barnasætið. Það hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan.

Nú geta yngstu börnin loksins komið með í fjallahjólaferðirnar!

Upplýsingar:

  • Hannað fyrir börn frá 2 - 5 ára (hámarksþyngd 22 kg)
  • Hlífar úr gúmmíi (bæði fyrir ál- og koltrefjastell)
  • Stillanleg breidd fyrir allar stærðir og lögun á stellum Hægt að stilla með hvaða horni sætið er fest eftir halla á efri slá
  • Auðvelt að losa (quick release). Hægt að taka af og setja á aftur án þess að þurfa að stilla sætið af í hvert skipti.

Kostir þess að hafa barnið fyrir framan:

  • Þyngdarpunkturinn er fyrir miðju hjóli
  • Skemmtilegra fyrir barnið að sjá hvað er að gerast
  • Þú sérð barnið og getur auðveldlega talað við það
  • Barnið er þátttakandi í því sem er að gerast
  • Barnið kemst með þó hjólið sé með dempara báðum megin

Passar Shotgun sætið?

  • Hægt er að stilla breidd, horn og sætið sjálft er stillanlegt

  • Passar á hjól með efri slá frá 30 - 68 mm að breidd og neðri slá frá 30 - 100 mm að breidd.

Kostir Shotgun barnasætisins

  • Sætið er að fullu stillanlegt
  • Auðvelt að losa / setja aftur á og halda stillingunni (quick release)
  • Hægt að stilla breidd svo henti öllum fjallahjólum
  • Hægt að stilla horn eftir því hvort hjólið er með flata eða hallandi slá.
  • Hægt að kaupa sérhönnuð Shotgun handföng

Shotgun barnasætið passar ekki á:

  • Rafmagnshjól (hinsvegar passar Shotgun Pro sætið)
  • Racer eða gravel hjól (ástæðan er lítið bil milli framdekks og neðri slár)
  • Cruiser hjól og hjól sem eru ekki með efri slá (ástæðan er lítið bil milli framdekks og neðri slár)
  • Sum eldri hjól (þar sem gíra- eða bremsuvírinn liggur eftir efri slánni)